Hoppa yfir valmynd
17. júní 2024

Sungið með landinu - Kórsöngur um land allt

Kórar hvaðanæva af landinu munu syngja valin lög á þjóðhátíðardaginn 17. júní undir yfirskriftinni Sungið með landinu. Unnið verður myndband með brotum af kórum að syngja um allt land. Margrét Bóasdóttir formaður Landssambands blandaðra kóra annnast verkefnisstjórn í samvinnu við samtök kóra og kórstjóra um allt land.

Efnt var til samkeppni um nýtt lag við þjóðhátíðarljóð og hlaut Atli Ingólfsson tónskáld fyrstu verðlaun.

Nótur við verðlaunalagið:

Ávarp Fjallkonunnar - fyrir blandaðan kór c-moll

Ávarp Fjallkonunnar - fyrir blandaðan kór d-moll

Ávarp Fjallkonunnar - karlaraddir

Ávarp Fjallkonunnar - kvenraddir

Ávarp Fjallkonunnar - laglína með hljómum

Ávarp Fjallkonunnar - laglína með undirleik

Ávarp Fjallkonunnar - karlaraddir, undirleikur til æfinga

Ávarp Fjallkonunnar - kvenraddir, undirleikur til æfinga

Ávarp Fjallkonunnar - blandaður kór, undirleikur til æfinga c-moll

Ávarp Fjallkonunnar - blandaður kór, undirleikur til æfinga d-moll

Ávarp fjallkonunnar 2015  

eftir Þórarin Eldjárn

1., 2. og 4. erindi með breytingu frá höfundi, til notkunar við samningu sönglags. 

 

Um miðjan júnímánuð
myrkri er horfinn styrkur,
fánar blakta í blænum,
blöðrur svífa, lúðra-
hljómur upp til himins
hefur sig og vefur,
söngur veifar vængjum,
víbrar eins og tíbrá.

Fjallkonan af fjöllum
– faldskrýdd – kemur aldrei.
Saman sjá vill koma
sína þjóð og skína,
sundurleita sindra
sjálfstæða og frjálsa,
handvissa um að höndla
hamingju og gaman.

Heldur betur höldum
hátíð, okkur látum
dreyma - lifa drauma,
dvelja í núi og velja
jafnrétti og jöfnuð,
jákvæðni og ákefð,
leið sem liggur héðan,
ljósið alltaf kjósa.

 

Sjá nánar um samkeppnina og verðlaunin.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum