Hoppa yfir valmynd
3. apríl 1997 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Útskrift úr grunnskólum - apríl 1997

Dreifibréf til grunnskóla


Útskrift úr grunnskólum


Hér með sendist eyðublað fyrir vitnisburð í lok 10. bekkjar sem jafnframt er vottorð um lok skyldunáms sbr. 47. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla. Tekið skal fram að skólum er heimilt að nota eigin eyðublöð og skírteini ef þau innihalda sömu eða sambærilegar upplýsingar og fram koma á meðfylgjandi eyðublaði.

Vakin er athygli á bakhlið eyðublaðsins þar sem vitnað er til ákvæða laga og reglugerða. Þar kemur m.a. fram að samkvæmt 14. gr. reglugerðar um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa skulu einkunnir á samræmdum prófum vera í heilum og hálfum tölum á kvarðanum 1-10. Þetta gildir aðeins um einkunnir á samræmdum prófum. Skólaeinkunnir eiga eftir sem áður að vera í heilum tölum á einkunnakvarðanum 1-10.

Eftir flutning grunnskólans til sveitarfélaga og í ljósi nýrra upplýsingalaga er þörf á að endurskoða eyðublaðið, útgáfu þess og dreifingu og skil til ráðuneytisins eftir að skólum lýkur. Ekki var ráðrúm til að ljúka þeirri vinnu fyrir vorið og er því útgáfa eyðublaðsins, útskrift úr grunnskóla og skil til ráðuneytisins með óbreyttum hætti. Í upphafi næsta skólaárs má vænta nýrra reglna um útskrift úr grunnskóla sem munu gilda fyrir vorið 1998.



(Apríl 1997)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum