Hoppa yfir valmynd
2. apríl 1997 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Könnun á starfsemi foreldraráða í grunnskólum - apríl 1997

Könnun á starfsemi foreldraráða í grunnskólum


Til skólastjóra grunnskóla
og foreldraráða við grunnskóla



Dreifibréf
Könnun á starfsemi foreldraráða í grunnskólum


Með 16. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 voru foreldraráð lögboðin við hvern grunnskóla. Hlutverk þeirra er að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir um skólahaldið, fylgjast með að áætlanir séu kynntar foreldrum svo og með framkvæmd þeirra.

Árið 1996 leitaði menntamálaráðuneytið eftir svörum frá skólastjórum við nokkrum spurningum varðandi stofnun foreldraráða við grunnskóla og starf þeirra.

Niðurstöður þeirrar könnunar liggja nú fyrir og eru hér með sendar til grunnskóla, foreldraráða og annarra aðila til fróðleiks. Alls svöruðu 85% grunnskóla þessari könnun. Í árslok 1996 höfðu verið stofnuð foreldraráð við 71% grunnskóla, eða 83% þeirra sem svöruðu könnunni.

Þess er vænst að hjálagt rit verði kynnt með viðeigandi hætti hjá viðtakendum.


(Apríl 1997)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum