Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 1997 Matvælaráðuneytið

Laun iðnaðarmanna hjá ISAL

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 6/1997


Vegna ummæla Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambands Íslands, í fréttum í dag, sér iðnaðarráðuneytið sig knúið til að setja fram eftirfarandi staðreyndir.

Ummæli Finns Ingólfssonar, iðnaðarráðherra á Alþingi í gær, þar sem hann hélt því fram að ÍSAL greiddi iðnaðarmönnum 40% hærri laun fyrir dagvinnu heldur en almennt eru greidd að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu eru byggð á upplýsingum frá launaskrifstofu ÍSAL annars vegar og Kjararannsóknarnefnd hins vegar.

Þannig eru meðallaun iðnaðarmanna hjá ÍSAL kr. 171.400.- fyrir dagvinnu á mánuði en meðallaun iðnaðarmanns á höfuðborgarsvæðinu fyrir dagvinnu eru samkvæmt fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar frá í ágúst 1996 kr. 118.500.- á mánuði. Munurinn er rúmlega 44%. Fullyrðing Guðmundar Gunnarssonar um að málflutningur iðnaðarráðherra sé "fortakslaus ósannindi" dæmir sig því sjálf.

Reykjavík
6. febrúar 1997.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum