Hoppa yfir valmynd
17. janúar 1997 Matvælaráðuneytið

Viðræður við Atlantsálhópinn

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 2/1997


Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og Landsvirkjunar hittu fulltrúa Alumax, Gränges og Hoogovens, sem saman mynda hinn svokallaða Atlantsálhóp á fundi í New York, fimmtudaginn 16. janúar sl.

Á fundinum var gerð grein fyrir þeirri aukningu, sem átt hefur sér stað í sölu á raforku til stóriðju á Íslandi frá því að áformum Atlantsálshópsins um byggingu álvers á Keilisnesi var frestað árið 1991. Ákveðið var að aðilar hittust aftur innan nokkurra mánaða þegar fyrir liggur hvort verði af áformum Columbia Ventures Corporation um byggingu álvers og stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Á þeim fundi verða kynntir möguleikar á orkuöflun fyrir mismunandi stór álver sem til greina kemur að byggja á Keilisnesi.

Reykjavík,
17. janúar 1997.

(Frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og Landsvirkjun).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum