Hoppa yfir valmynd
7. janúar 1997 Matvælaráðuneytið

Samningur Íslands og Færeyja um fiskveiðimálefni.

Fréttatilkynning

Samningur um fiskveiðimálefni milli Færeyja og Íslands.


Dagana 6. og 7. janúar 1997 áttu John Petersen sjávarútvegsráðherra Færeyja og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Íslands með sér fund í Reykjavík um fiskveiðimálefni.

Fjallað var um gagnkvæmar veiðar landanna í lögsögu hvers annars á árunum 1996 og 1997.

Aðilar urðu sammála um að leggja til að botnfiskveiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu skuli vera óbreyttar árið 1997 frá árinu 1996, eða 5.000 lestir samtals. Hámarksafli í einstökum tegundum innan þessa heildaraflamarks og önnur skilyrði fyrir veiðunum eru óbreytt að öðru leyti en því að hámarksafli á keilu var hækkaður um 200 lestir.

Sömuleiðis var ákveðið að leggja til að gagnkvæmar veiðiheimildir milli landanna í uppsjávartegundum skyldu vera óbreyttar milli ára. Íslendingar fái að veiða kolmunn,a 2.000 lestir af síld, annarri en norsk-íslenskri síld og 1.000 lestir af makríl í færeyskri lögsögu. Færeyingar fái að veiða kolmunna og 30.000 lestir af loðnu íslenskri lögsögu. Lagt er til að Færeyingum verði heimilt að veiða allan loðnuaflann á vorvertíð en óheimilt verði að frysta þann afla um borð eða landa annars staðar en á Íslandi, nema til bræðslu.

Ríkisstjórn Íslands fjallar um niðurstöðu fundarins og verður gengið frá samningi milli landanna af Íslands hálfu í framhaldi af því.

Ráherrarnir ræddu ennfremur ýmisleg sameiginleg hagsmunamál landanna á sviði sjávarútvegsmála og samtarf um fiskveiðistjórnun innan alþjóðastofnana.

Sjávarútvegsráðuneytið,
7. janúar 1997

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum