Hoppa yfir valmynd
3. janúar 1997 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ýmis gögn til foreldraráða frá menntamálaráðuneytinu - janúar 1997

Ýmis gögn til foreldraráða
frá menntamálaráðuneytinu


Til foreldraráða við grunnskóla



Í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 er ákvæði um að við hvern grunnskóla skuli starfa foreldraráð. Foreldraráð fjallar um og gefur umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið, fylgist með að áætlanir séu kynntar foreldrum, svo og með framkvæmd þeirra.

Menntamálaráðuneytið sendir hér með foreldraráðum lög um grunnskóla, reglugerðir við grunnskólalög, lög um leikskóla, lög um framhaldsskóla, lög um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla. Auk þess sendir menntamálaráðuneytið foreldraráðum til kynningar ýmis nýleg gögn frá ráðuneytinu sem snerta skólahald í grunnskólum.

Eftirfarandi lög og reglugerðir sendast hér með foreldraráðum við grunnskóla:
  • Aðalnámskrá grunnskóla frá 1989
  • Lög um grunnskóla nr. 66/1995
  • Lög um breyting á lögum um grunnskóla nr. 77/1996
  • Lög um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla nr. 72/1996
  • Lög um leikskóla nr. 78/1994
  • Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996
  • Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár grunnskóla nr. 437/1996
  • Reglugerð um sérkennslu nr. 389/1996
  • Reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla nr. 386/1996
  • Reglugerð um upplýsingaskyldu sveitarfélaga um skólahald nr. 384/1996
  • Reglugerð um skólareglur og aga í grunnskólum nr. 385/1996
  • Reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku nr. 391/1996
  • Reglugerð um nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 388/1996
  • Reglugerð um valgreinar í grunnskólum nr. 387/1996
  • Reglugerð um fyrirkomulag æfingakennslu kennaranema í grunnskólum nr. 393/1996
  • Reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa í grunnskólum nr. 516/1996
  • Reglugerð um lágmarksaðstöðu grunnskóla nr. 519/1996
  • Reglugerð um rétt nemenda og foreldra/forráðamanna til að skoða metnar prófúrlausnir nemenda nr. 710/1996
  • Reglugerð um námsmat nemenda sem víkja svo frá almennum þroska að þeim henta ekki samræmd próf nr. 709/1996
  • Reglur um Þróunarsjóð grunnskóla nr. 657/1996
Þess er vænst að gögnin verði kynnt í foreldraráðum og að þau nýtist í starfi þeirra.



(Janúar 1997)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum