Hoppa yfir valmynd
6. september 1996 Matvælaráðuneytið

Veiting embættis orkumálastjóra

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 17/1996.


Embætti orkumálastjóra var auglýst laust til umsóknar 16. júlí sl. með umsóknafresti til 31. ágúst.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur í dag skipað dr. Þorkel Helgason orkumálastjóra til næstu fimm ára frá 12. september 1996 að telja. Jakob Björnsson, orkumálastjóri, lætur af störfum frá sama tíma fyrir aldurs sakir.

Þorkell Helgason er 53 ára, fæddur í Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, nam síðan stærðfræði í Þýskalandi og Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi í frá Massachusetts Institute of Technology árið 1971. Strax að loknu námi hóf hann störf við Háskóla Íslands og var skipaður prófessor í hagnýtri stærðfræði við verkfræði- og raunvísindadeild árið 1985. Rannsóknir hans lutu einkum að reiknilíkanagerð á sviði auðlindanýtingar.

Á árabilinu 1991-1993 var Þorkell aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra en s.l. 3 ár hefur hann verið settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum í fjarveru Björns Friðfinnsonar, sem er væntanlegur til starfa um n.k. áramót. Þorkell hefur verið í leyfi frá störfum við Háskólann þetta árabil.

Þorkell er kvæntur Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara.

Auk Þorkels sóttu eftirtalin um embættið:

Birgir Jónsson, deildarstjóri,
Egill B. Hreinsson, prófessor,
Gunnar Guðlaugsson, raforkuverkfræðingur,
Hrefna Kristmannsdóttir, deildarstjóri,
Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður,
Ólafur G. Flóvenz, deildarstjóri og
Valgarður Stefánsson, forstöðumaður.

Reykjavík, 6. september 1996

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum